Hafa samband

© 2018 Heimilisthrif sf.

Heimilisþrif sf.

Tölvupóstur:
heimilisthrif@heimilisthrif.is

Sími:
557 8882

Kt. 451113-1350
VSK nr. 115299
Reikningsnr. 114-26-45113

FAQ

Á hvaða tímum komið þið til að þrífa?

Við störfum alla daga vikunnar, hefjum fyrstu verk á bilinu 8 til 9. Smærri verk getum við hafið allt til kl. 13, 14.

Hvaða hreinlætisvörur notist þið við?

Við notum eingöngu umhverfisvænar hreinlætisvörur frá Rekstrarvörum. Allar þær vörum sem við kaupum eru Svansvottaðar. Ef þú vilt frekar að við notum sérstakar vörur sem eru til á heimilinu þá er það ekkert mál! Láttu okkur bara vita.

Hver er munurinn á ykkar þjónustu og annarra?

Þetta er ekki svört starfsemi og þú færð ávallt sendan reikning. Starfsfólk okkar er með góða reynslu af hreingerningum, er glaðlynt  og þjónustulundað, og að sjálfsögðu með hreint sakarvottorð. Allir okkar starfsmenn þurfa að skrifa undir þagnareið.

Hvernig panta ég þjónustuna?

Þú skoðar verðskrána, finnur þinn verðflokk og smellir á panta. Fyllir svo út þær upplýsingar sem þarf. Staðfestingarpóstur ætti að berast innan sólarhrings á virkum degi. Svo gætirðu líka einfaldlega hringt í síma 557-8882 eða sent tölvupóst á heimilisthrif@heimilisthrif.is – þú ræður!

Þarf ég að vera heima á meðan?

Það er alveg undir þér komið. Þú getur verið heima, þú getur hleypt okkur inn og farið út á meðan eða ef þú verður alveg fjarverandi geturðu skilið lyklana eftir undir mottunni,  hjá nágranna eða öðrum hentugum stað.

Hvað þarf ég að panta með löngum fyrirvara?

Það fer eftir verkefnastöðu hverju sinni hvort hægt sé að gera það svo snöggt. Viku fyrirvari ætti að tryggja að þín dagsetning henti, en oft eru lausir tímar inn á milli – svo fyrirvarinn þarf ekki að vera svo mikill. Ef þú sendir inn pöntun og dagurinn er uppbókaður, þá sendum við þér einfaldlega skeyti tilbaka og finnum betri dag.

Hvað tekur verkið langan tíma?

Það fer náttúrulega eftir stærð húsnæðis og aðstæðum, en að jafnaði má gefa sér að verkið taki um 3-6 tíma. Í einhverjum tilvikum má þó gefa að verkið taki allan daginn.