Skilmálar
Með því að ýta á „Senda á pöntun“, samþykkir þú skilmála Heimilisþrifa sf.
-
Sé enginn heima til að hleypa starfsmanni inn og lykill hefur ekki verið veittur skal reynt af fremsta megni að finna nýjan tíma í samráði við viðskiptavin. Heimilisþrif áskilur sér að leggja gjald kr. 5.000 komist starfsmaður ekki inn á heimilið á umsömdum tíma.
-
Veiti viðskiptavinur lykil að heimilinu skal fyrirtækið tryggja það að lykillinn sé geymdur í læstum skáp utan þess tíma sem lykillinn er í notkun. Fyrirtækið skal jafnframt tryggja að lykillinn sé ekki merktur með auðþekkjanlegum hætti.
-
Reikningur skal sendur með eindaga eftir að þrif hafa farið fram svo að viðskiptavinur geti gert athugasemdir við veitta þjónustu.
-
Viðskiptavinur skal tryggja að ekki sé umrót á hlutum sem hindri skilvirk og góð þrif.
-
Sé reikningur ekki greiddur innan tilskilins tíma er hann sjálfvirkt sendur í innheimtu til fagaðila.