Spurningar

Hér má sjá svör við nokkrum algengum spurningum. Ef þú hefur einhverja aðra spurningu, hikaðu ekki við að senda okkur tölvupóst 

Greiðslur & verðskrá

Greiðslumáti

Þú færð sendan reikning á tölvupóst, og samsvarandi krafa er send í heimabanka. Eindagi kröfunnar á að vera eftir að þrifin eiga sér stað, svo þú hefur tækifæri til að gera athugasemd við gæði þrifanna, ef einhverjar eru.

Í reglubundnum þrifum er einn reikningur sendur undir lok mánaðar, með eindaga um mánaðamót. Sá reikningur er fyrir öllum þeim þrifum sem hafa átt sér stað og/eða munu eiga sér stað í þeim mánuði.

Afpöntun

Við mælumst til að afpanta með sem lengstum fyrirvara. Sé afpantað innan sólarhrings áður en þrifin eiga sér stað áskiljum við okkur að senda skrópgjald (kr. 5.000 ). Það er vegna þess að ólíklegt er að við getum á svo skömmum tíma endurúthlutað þeim tapaða tíma. 

Verðskrá

Sjá má verðskrána hér.

Allir Vinna

Þjónusta Heimilisþrifa fellur undir ný lög um endurgreiðslu virðisaukaskatts sem tóku gildi 1. mars 2020. Geta nú allir framvísað reikningum Heimilisþrifa til Ríkisskattstjóra og fengið virðisaukaskattinn endurgreiddan.

Við hvetjum alla viðskiptavini að kynna sér málið!

Ánægja þín

Ef við höfum komið og sinnt þrifum hjá þér og þau eru ekki í samræmi við þínar væntingar, þá hvetjum við þig til þess að hafa samband við okkur. Við viljum bæta þér það upp og halda utan um tilfallandi misbresti.

HthLogo_edited.png